
Kennslufræði
Kristinn Örn Kristinsson
Almennt um byrjendakennslu
Kennsla byrjenda almennt
James Bastien segir svo: „Hlutverk kennarans er að byggja upp rétt grunnatriði frá byrjun. Oft er fyrsta árið nálgast af kæruleysi, vegna þess það er ekki álitið svo mikilvægt. Öðru nær, byrjunin mun marka spor sem endast, góð eða slæm. Almennt séð er erfitt að komast yfir slæma byrjun.“
(Bastien, 1977) bls. 175
Góðir kennarar- mjög góðir kennarar!
Sijavush Gadzijev, Prófessor frá Tónlistarháskólanum í Moskvu sagði eitt sinn -líklega á EPTA píanóráðstefnunni í Slóveníu 2010- „Fyrir 16 ára aldur þurfa nemendur MJÖG góða kennara! Eftir 16 ára aldur þurfa þeir góða kennara!“ Þetta eru orð að sönnu.
Eyrað fyrst, táknin síðar!
Jaeanine M. Jacobsen segir í bók sinni Professional Piano Teaching
„Það er afar mikilvægt (critical) að byrjendur byrji með hljóðræna ímynd (hafi áunnið sér hljómræna upplifun?) (aural image) af hljóðum og tónlist. Að læra einföld lög eftir eyra tryggir að nemandinn mun músísera og kynnast hljómborðinu áður en hann þarf að lesa nótnatáknin. Þessi lög er hægt að spila með mismunandi áslætti, styrk og hraða. Kennarar geta unnið með líkamsstöðu, líkamsvitund, hand og fingrastöðu; og þar sem nemendurnir eru ekki að lesa tónlistina, þá geta þeir betur fylgst með þeim hlutum.
Þegar nemendur eru tilbúnir að læra nýtt lag eftir nótum, þá ættu þeir að geta heyrt í huga sér (they should have an aural image of its elements) öll helstu atriði lagsins, áður en þeir fara að læra það.“
(Jacobson & Lancaster, 2006, p. 69)
Fyrirmyndir!
Hvernig lærir fólk lög? Oftast heyrir það þau fyrst! Hvernig hafa þjóðlög varðveist? Jú, í munnlegri geymd þar sem hver kynslóð lærir af næstu fyrir ofan sig, eða af sínum jafnöldrum. Það sama gildir um þjóðsögur og sagnir. Munnleg geymd!
Það er enn sú goðsögn í gangi að píanónemendur eigi ekki að hlusta á lögin sem þeir æfa, einkum á þetta við um lengra komna nemendur.
En – ef við hugsum málið, og ímyndum okkur að við ætlum að læra rússnesku. Af bók. Án þess að heyra hvernig orðin og setningarnar hljóma! Hvernig skyldi það ganga? Það er ekki hægt.
Við þurfum líka fyrirmyndir í tónlistinni til að nema blæbrigði og stíl.
Eða ef við yfirfærum þetta yfir á bókmenntirnar, ætti þá að banna verðandi rithöfundum að lesa Laxness, af ótta við að þeir skapi ekki eigin stíl, heldur fari að skrifa í stíl meistarans?
Eyrað fyrst, nóturnar seinna!
Svo má vitna í greinina frá „Sound to Sign“ eftir þá Gary E. McPherson og Alf Gabrielson. Þeir segja í samantekt að þeir telji að kennarar hafi vanmetið gagnsemi þess að leika eftir eyra við að læra nótnalestur. Þeir telja jafnvel að áhersla á nótnalestur of snemma geti verið óæskileg, það leiði til minni næmni fyrir munstri tónlistarinnar, sem börn skynji ósjálfrátt við hlustun. (Parncutt & McPherson, 2002, p. 113)
Þeir benda líka á að Pestalozzi hafi verið fyrstur til að predika þetta en hann var uppi 1746-1827! Það sé því dálítil þversögn í kennslufræðinni þar sem gildandi hljóðfærakennarar hafi í gegnum aldir mælt með því að kenna eftir eyra í byrjun áður en nótnatáknin eru kynnt til sögunnar, en samt séu flest börn sem læra vestræna klassíska tónlist látin læra nótnatáknin alveg frá byrjun (Parncutt & McPherson, 2002, p. 99)
Í kjölfarið á þessu, áhersluatriði píanóskóla í byrjun náms...?
Píanóskólar - flokkun og umfjöllun
Það er í samræmi við áherslur meginhluta píanóskóla að þeir eru gjarna skilgreindir eftir hvernig þeir taka á lestrarkennslunni. Við skoðum þessa flokkun hér. Smellið til hægri til að skoða næstu glærur!
Að nokkru leyti byggt á ritgerð Dr. Julie Kerr.
Nokkrir skólar skoðaðir, að nokkru út frá ofangreindri flokkun
Listinn er handahófskenndur, blanda af gömlu og nýju!
Fjöltóntegundaskólar


Music for Piano, Robert Pace
Brautryðjandaverk í amerískum píanóskólum varðandi fjöltóntegunda nálgunina. Fer býsna hratt yfir tótegundirnar, laglínur í fimmfingrastöðu með einföldum hljómum undir. Svo eru aðrar bækur í seríunni sem taka á teoríu, tækni og sköpun.

Keyboard Explorer (1963). Guy Duckworth.
Þessi skóli er líklega ekki lengur í sölu. Hann er framsækinn því nemandinn fær ekki eiginlega nótnabók í hendur, hann er látinn tóna þulur og kvæði í takt, og búa til lög, klappa ritma og stappa, og finna lögin út þegar hann er búinn að syngja þau! Bókin er eiginlega fyrir kennarann :-)

Bastien Piano Basics (1985) James og Smisor Bastien
Gamall og góður skóli, var þó nokkuð notaður hér. Hann fer hægar yfir tóntengundir en Pace.
Farið er í gegnum margar tóntegundir með einföldum laglínum með einföldu þriggja hljóma meðspili.
The Muisc Tree (1963) Frances Clark, Louise Goss og Sam Holland
Skóli sem byggir nótnalesturinn út frá kenninótum (landmarks) og tónbilum. Fyrsta bókin (Time to begin) kom út fyrst 1955 og var brautryðjendaverk varðandi slíka lestrarnálgun. Hún byrjar fyrst á svörtum nótum og lestri eftir hæð og fingranúmerum. Svo eru nemendur þjálfaðir í að byrja tvíund ofan eða neðan við kennileitin. Þegar skólinn kom út fyrst voru engar myndir en nú er búið að myndskreyta og setja líflega liti, smekklega þó! Stundum gefin mótíf eða munstur til að spinna úr eða semja lög.
Tónbilamiðaður lestur

"Teaching is not telling; teaching is creating a situation in which the student experiences what you want him to learn." That was the day I experienced and learned that smart teachers know when to keep their mouths shut. (Richard Chronister quoting Frances Clark (1905-1998))
Heimild:https://web.archive.org/web/20161105230950/http://www.claviercompanion.com/ClarkArticle/Clark.html, sótt 8.2.2023.
Music Pathways, (1983) Lynn Freeman Olson, Louise Bianci og Marvin Blickenstaff
Áhugaverður skóli, byrjar með klöstrum upp og niður hljómborðið, ýmist með hægri eða vinstri hendi. Síðan eru útskýrðar línur og bil og hvernig nótunar hreyfast í skrefum eða þríundum. Þegar nótamyndin er kynnt er byrjað á mið-c, tvístrikuðu c fyrir ofan og tvístrikuðu fyrir neðan! Síðan eru lesnar ýmist tvíundir eða þríundir þaðan. Næst eru kynnt til sögunnar c-in tvö sem eru á milli.



Blandaðir skólar
Vel þekktar bækur hér á landi og að ég held, mikið notaðar. Nota blöndu af ofangreindum nálgunum.
Nú er hægt að nálgast þær í "skýjunum" ásamt fullt af öðru stuðningsefni, kallast það "Piano Adventures Teacher Atlas" (sjá myndband hér til vinstri)

Creating Music at the Piano (1971). Palmer & Lethco.
Þessi skóli virðist hafa þróast í Alfred´s skólann og einn höfundur höfundur hefur bæst við, Morty Manus, sem er reyndar forstjóri útgáfufyrirtækisins, en leikur líka á píanó og klarinett!
Lestur kenndur út frá tónbilum (SKOÐA BETUR)
Technic—All the Way! (1976). Burr & Gillock.
Þessi skóli kennir utanað (rote) til að kynna nemendum hljómborðið. Lögð er áhersla á að ferðast út um allt hljómborðið. Byrjar á tveim og þrem svörtum nótu með legato áslætti. Mjög nákvæmar leiðbeiningar eru um hvernig skulu leika æfingarnar. Þessi skóli er mun hægferðugri og systematískari við að kenna nemandanum tæknilega færni en aðrir, því höfundar leggja aðaláhersluna á tækni, meðan aðrir skólar leggja áherslu á skemmtileg lög og nótnalestursfærni. (Knerr 2006)
Framsæknari skólar. Gefa gjarnan dýpri tæknilegar skýringar.

Suzuki Piano School (1978)
Byrjar með utanað kennslu, mikil áhersla lögð á þjála tækni og tónmyndun. Hlustað er á námsefnið sem er síðan lært eftir eyra, lestur er ekki kenndur fyrr en góður tæknilegur og músíkalskur grunnur er fyrir hendi. Það getur tekið 1 eða 2 ár. Hér er verið að taka til fyrirmyndar hvernig börnin læra móðurmál sitt eðlilega. Einkatímar og hóptímar, kennslubækurnar eru í raun bara beingrind eða lagasafn. Hvernig lögin og tæknin eru kennd er lært á réttindanámskeiðum Suzukikennara. Börnin geta byrjað allt frá fjögurra ára aldri, en forsenda er að foreldrarnir mæti í alla tíma og æfi með börnunum heim.

Mikil áhersla er lögð á tónmyndun, fingurgómarnir eru nýttir og fyrstu æfingarnar eru ritminn "Kópavogur hopp, hopp" þ.e. endurteknir 4 16 partar og 2 8 partar á sömu nótuna. Þetta er ekkert annað en fingraæfing í dulargervi! Stuttar og léttar nótur, með mjúkri hendi, hangandi lausri! Þetta nýtir Júlía Knerr líka í Safari skólanum, eitt af því sem hún hefur tileinkað sér við rannsóknir sínar.

Artistry at thePiano (1980/2003).
Mary Gae George & Jon George.
Hér er lögð áhersla á að læra utanað og kynnast ritma, tónhæð og tækni áður en farið er að leika á píanóið. Alls kyns nótnamunstur eru leikin víðs vegar um hljómborðið, bæði með sitthvorri hendi og síðar báðum. Formerki, tónbil og fimmfingra munstur eru kynnt snemma. Hér er reynt að samþætta hina ýmsu þætti spilamennsku, teoríu, ritma, heyrnarþjálfun og tækni. (Knerr 2006)
Eitt af yfirlýstum markmiðum þessa skóla er að kenna nemendum ekki að lesa nótur, heldur að lesa tónlist!
Námsefninu er raðað niður í Ritma, tónhæð, tækni - sem allt er þjálfað fyrst í sitt hvoru lagi, áður en það er sett saman. Áhersla á að upplifa gunnatriði tónlistar og skilja þau, reynt að nálgast hlutina frá mörgum hliðum.
Fjórhent efni er partur af seríunni.
Meiri upplýsingar á heimasíðunni: artistryalliance.net/
Þessi skóli kemur ásamt leiðbeiningum fyrir kennara með mjög nákvæmum tæknilegum útskýringum. Hver partur líkamans sem er notaður er útskýrður, ásamt hlutverki eurans og hugans, og einnig eru æfingar og munstur til að kynnast landslagi hljómborðsins lengst upp og niður.
Þessi leiðbeiningabók er gagnleg fyrir alla kennara byrjenda, hvaða skóla sem þeir ákveða að nota.
(Knerr 2006)

Jane Tan er frá Philipseyjum, en af kínverskum uppruna. Hún kom til USA á styrk til að læra í Peabody hjá Leon Fleischer. Eftir 30 ára kennslu við háskóla stofnaði hún "The Well-Prepared Pianist Institute" þar sem hún þjálfar kennara.
Hún fékk titilinn "Stainway Artist" fyrir framlag sitt til píanókennslu sem er eindæmi.
The Well-Prepared Pianist (1991)
Jane Tan
Music Moves for Piano (2004).
Marilyn White Lowe.
Þessi skóli er ætlaður fyrir 5-6 ára. Áhersla er lögð virkni alls líkamans, þróa samhæfni og hreyfifærni yfir allt hljómborðið. Tónhendingar, ritmamótíf og söngur eru mjög mikilvæg í þessarri nálgun, sem minnir á teoríur Abby Whiteside um mikilvægi góðs ritma fyrir tækni. Nemendur nota lausan hnúa eða einn fingur til að spila mjög lengi áður en spilað er með næstu fingrum. Þessi nýja tækninálgun fer mjög rólega og skipulega til þess að byggja upp tækni án óþarfrar stífni eða spennu og nýta allan líkamann. (Knerr 2006)

Þessi kennslubók nýtir áhrif frá ýmsum kennslufrömuðum - Orff, Kodaly, Suzuki, og Dalcroze og nýtir auk þess rannsóknir og kenningar Edwin E. Gordon í sambandi við tónlistarnám.
Tónlistarnámið er kynnt í þessarri röð: 1) Hlusta. 2) Tala; flytja;finna ritma og tónhendingar með söng, tóni og hreyfingu. 3) Hugsa, spinna, þjálfa innra eyrað. 4) Lesa. 5) Skrifa niður.
Vönduð vefsíða inniheldur ýmiskonar fróðlegt efni, m.a. myndbönd með kennslu. Sumt er háð áskrift.
Vel ígrundaður píanóskóli, lögum fyrstu bókar er skipt í flokka. 1) lestrarlög sem í fyrri hluta eru ritmi og fingranúmer, síðan tónbilalestur, einund, tvíund þríund frá kenninótum. 2) lög lærð með hermun (rote) sem gefur tækifæri á að læra flóknari lög en lesturinn leyfir. 3) Tækniæfingar. 4) Spunalög út frá tækniæfingum. 5) Þekkt alþýðulög sem börnin kannast við. 6) Nótnalestrar- og ritmaspjöld.
Tæknin er kennd út frá dýrum (sjá vídeó hér vinstramegin) Kennaradúettar eru með öllum lögum. Sér bækur með lögum sem hentugt er að kenna utanað. Svo eru þau nýkomin með einfaldara efni fyrir 4-6 ára, Piano Safari Friends.
Við samningu píanóskólans nýtti Julie Knerr Hague rannsóknir sínar við ritun doktorsritgerðar sinnar sem heitir: "Strategies in the formation of piano technique in elementary-level piano students: An exploration of teaching elementary-level technical concepts according to authors and teachers from 1925 to the present"
Þið finnið ritgerðina í heimildalistanum. Mjög ítarleg og fróðleg lesning.
Finnski skólinn
Afar vandaður píanóskóli.Tekur jafnt á hugtökum, lestri, tónfræði og tækni. Byrjar með klöstra á svörtum nótum, fyrstu lögin eru gjarna með einfaldri þríund í hinni hendinni. Bækurnar þykja dýrar en þá má á það líta að þær eru helmingi stærri í blaðsíðum talið en flestir skólar og eru með í einni bók það sem aðrir skólar skipta niður í mismunandi bækur, námsefni, tækni, tónfræði o.s.frv. Bækurnar fjórar, forspil og hefti 1-3 taka nemandann í gegnum mjög fjölbreytt efni upp í gegnum miðstig. Tekið er á hljómalæsi.

Höfundar finnska skólans eru þær Ritva Lehtela. Anja Saari og Eeva Sarmanto-Neuvonen