
Kennslufræði
Kristinn Örn Kristinsson
Vefsíður um píanókennslu
Aðgengi að upplýsingum hefur stóraukist svo á síðustu áratugum svo að undrun sætir. Vefsíður um píanókennslu eru óteljandi, og þar hefur víða safnast saman mikill fróðleikur. Ég ætla núna að fjalla um nokkrar síður sem ég hef rekist á í gegnum tíðina.
Það má skipta þessum síðum í nokkra flokka, þar má fyrst telja síður sem tengjast ákveðnum skólum og/eða kennurum, og eru að hluta til kynningarefni um eitthvað sem er til sölu!
Síðan eru síður áhugasamra kennara sem brenna fyrir að miðla kunnáttu sinni og visku með öðrum kennurum. Sumir selja vísdóminn en aðrir gefa hann!
TENGLAR tengdir ákveðnum skólum
Þetta eru auðvitað að hluta til sölusíður en innihalda mikinn fróðleik og alls kyns ítarefni fyrir kennara.

Piano Adventures
Hér er síða hjónanna Nancy and Randall Faber sem rituðu píano adventures píanó skólann sem hefur notið mikilla vinsælda. Þarna má finna kennslumyndbandasafn, Piano Adventures Player app, undirleik við lögin, auk alls kyns annarra nytsamlegra upplýsinga.

Robert Pace

Piano Safari
https://pacepiano-leerobertsmusic.com
Hér eru upplýsingar um bækur og skóla Robert Pace, sem er upphafsmaður fjöltóntengunda aðferðarinnar. Alls kyns seríur, m.a. Music for Keyboard er fyrir byrjendur, svo tekur við Music for Piano serían sem er raðað í fjögur stig, fjórar bækur í hverju stigi.
Hér er heilmikið efni og leiðbeiningar bæði ritað mál og til dæmis þessar örritgerðir sem ég mæli með: https://pianosafari.com/teacher-resources/mini-essays/
Einnig myndbönd tengd Safari píanóskólanum, en höfundar hans eru Katherine Fisher og Dr. Julie Knerr.
Frances Clark
Á vegum "The Frances Clark Center for Keyboard Pedagogy" Þar er byggt á verkum Frances Clark (1905-1998) sem hafði mikil áhrif á kennslufræði á tuttugustu öldinni í Bandaríkjunum.
Síðan skiptist í: Piano Magazine, NCKP píanó ráðstefnur, "New School for Music Study", kennaramenntun á netinu og útgáfan "Piano Education Press".
Hér er hægt að nálgast raftímaritið "Piano Magazine" (áður Clavier Companion), myndbönd og fleira.

Maryon Cole
www.freepianomethod.com/about.html
Þessi píanóskóli. Mayron Cole piano method, er gefins ef þú hleður niður og prentar út. Líklega að mörgu leyti gamaldags, (mið-c lestur og telja í taktinn) en byggir á reynslu! Hún gerir alveg ráð fyrir að nemendum sé kennt nokkrum saman, og það er hægt að ná í kennslumyndbönd, meðleik við lögin og fleira.
https://www.freepianomethod.com/supplemental-items-for-teachers.html

Wunderkeys
Hér eru yfir 1000 blog færslur um píanókennslu. Það er hægt að skoða mismunandi flokka af færslum en líka setja inn leitarorð!
Aðrar síður, eldhugar á sviði kennslu!
Píanókennarar sem vilja deila þekkingu sinni með umheiminum og kollegum sínum
Hér er finnsk síða sem er haldið úti af tveim finnskum píanókennurum, þeim Katariina Nummi-Kuisma and Kristiina Junttu. Hér eru bæði greinar og vídeó um kennslufræðileg atriði, fullt af áhugaverðu efni.
Hér er síða sem þú getur gerst áskrifandi að. Þetta er safn masterklassa með fjölmörgum listamönnum, toppfólki, bæði flokkað eftir tækniatriðum og verkum, vefnámskeið og vefviðburðir.
Mæli með þessu!
Hér eru bæði net kúrsar í píanóleik, (pianotv school) leiðbeiningar fyrir þá sem eru að byrja að kenna á píanó, síða um erfiðustu og auðveldustu verk ýmissa píanótónskálda og ýmislegt fleira. Allysia Van Betuw píanókennari í Kanada heldur síðuni úti og vildi með því deila reynslu sinni með nútímalegum hætti!
Music Teacher’s Helper var sett á fót 2004 af píanókennaranum Brandon Pearce sem hjálpartæki til að hugsa um sína eigin nemendur. Nú þjónar síðan hundruðum og 20 manns vinna við hana. Ekki bara fyrir píanóleikara, heldur fyrir mörg fleiri hljóðfæri.
Tim Topham er óþreytandi við að fræða og skoða, á síðunni eru blogg, hlaðvörp, greinar, námskeið og vefnámskeið, um hvaðeina sem viðkemur kennslu - hér er mikið magn af efni og margt af því mjög gagnlegt. Þú getur gerst áskrifandi. Hann er líka með sölusíðu.
https://topmusic.co/teach-piano-beginners-lesson-plans/
Hér er hann með hugmyndir um byrjendakennslu, og þar á meðal „no book beginners“ þar sem hann gefur leiðbeiningar um hvernig þú getur kennt byrjendum án kennslubókar.
Heimasíða Alan Fraser. Upplýsingar um námskeið á hans vegum, bækur og rafbækur um píanóleik og kennslu. Æfingabækur fyrir börn sem byggja á kenningum hans eru kallaðar “Pianimals“ þar sem kennt er út frá dýrahreyfingum og feldenkreis æfingum.
Alan Fraser hefur skrifað fimm doðranta sérstaklega um píanótækni: The Craft of Piano Playing: A New Approach to Piano Technique, Honing the Pianistic Self-Image: Skeletal-Based Piano Technique, All Thumbs: Well-Coordinated Piano Technique, Play the Piano with Your Whole Self: Biotensegrity, the Inner Conductor & Expressively Directed Micro-Timing at the Piano, Transforming the Pianistic Self-Image: Diary of an Injured Pianist.
Hér svo önnur síða runnin undan rifjum Alan Fraser. Hægt er að kaupa áskrift að þessari síðu, og fá þannig aðgengi að allskyns myndböndum, hlaðvörpum, umræðuþráðum, vefnámskeiðum og ég veit ekki hvað!
Þarna er síða sem listar verk tónskálda, raðar þeim eftir erfiðleikagráðu, og einnig eru stutt tóndæmi, bæði hljóð og nótur.
Hér síða með ótal kennslumyndböndum afburða kennara og listamanna, m.a. Seymor Bernstein, Garrick Olhsson, Emanuel Ax og marga fleiri. Þú þarft að kaupa aðgang, en úrvalið er mikið.
Þessi síða leitast við að birta efni fyrir píanókennara og nemendur. Síðunni heldur úti Jon Ensminger, píanókennari og forritari í efri Michigan. Þar má finna útsetningar, nótnaleikja öpp og tengla.
“Color in my piano” – Bloggsíða tileinkuð gæða píanókennslu, haldið úti af Joy Morin, píanókennara í Ohio. Hér er fullt af áhugaverðu efni, leikir, kennsluáætlanir, bókalisti, meira að segja verkefnalisti (google docs), samstarfsverkefni sem allir geta bætt við. Sumt er frítt, en annað til sölu.
Síða sem Bicola Cantan heldur úti, (höfundur “The Piano Practice Physician’s Handbook”) og er líka síða hennar píanóstúdíós í Dublin. Á síðunni eru áhugaverð blog um ýmis kennslumál (https://colourfulkeys.ie/blog/)
Graham Fitch, breskur píanókennari deilir reynslu sinni til margra ára. Safn rafbóka, og blogg.
Þarna er líka https://online-academy.informance.biz/online-academy sem hægt er að gerast áskrifandi að.
Sérstök umfjöllun um æfingatækni er hér í rafbókum: https://practisingthepiano.com/resources/ebooks/
nokkrir mismunandi kaflar og einnig þekkt verk með æfingaleiðbeiningum.
Bloggsíða Niklas Pokki, en hann kennir píanókennslufræði við Sibelíusarakademíuna í Finnlandi.
Ýmiskonar upplýsingar og hugmyndir varðandi píanókennslu. April Wright er kennarinn á bak við síðuna sem hún stofnaði 2005. Hún hefur mikinn áhuga á að kenna hljóma og það er ýmislegt efni um það á síðunni, meðal annars kennslumyndbönd.
Síða með ókeypis nótum fyrir byrjendur sem hægt er að hala niður. Píanókennari frá Alaska heldur síðunni úti.
Ritgerð – eða lítil rafbók um kennslu:
"A Rough and Ready Guide to Teaching the Piano" eftir Alison Ruddock með formála eftir Melvyn Tan.
Ýmislegt gagnlegt og áhugavert að finna þar.
Og á sömu síðu er ýmiskonar efni sem gaman er að grúska í. Þar á meðal er youtube rás með kennslumyndböndum sem er samstarfsverkefni „The Musicians' Union“ og „MusicTeachers.co.uk.“
Höfundur er Andrew Eales, búsettur í UK, kennari og tónskáld, þetta er blog um píanókennslu og píanókennslubækur. Þar á meðal eru ritdómar um kennslubækur og fleira.
Áströlsk síða, líklega tengd Hal Leonard útgáfufyrirtækinu. Hugmyndir um kennslu-greinar eftir ýmsa höfunda. Nýjar bækur- ritdómar, námskeið, rafútgáfur af tímaritinu "Pianoteacher Magazine", greinar fyrir foreldra og fleira.
Bloggsíða Mario Ajero, hann er líka með MarioCast – the piano Podcast, hér er video þar sem hann ræðir við Dr. Julie Knerr um hóptíma á píanó: